Þú er hér - Category: Grunnskólar

Skapandi skil. Nemendur velja þá leið sem þeir fara í að miðla efni sem þeir læra um, hvort sem það er myndasaga, lag, ljóð eða jafnvel hlaðvarp. landvernd.is

Skapandi skil

Skapandi skil sameina mörg einkenni menntunar eins og nemendamiðaðar aðferðir, notkun fjölbreyttra aðferða og að hafa áhrif út fyrir skólann.

SJÁ VERKEFNI »
torfbæir í vetrarbúning, landvernd.is

Gömlu góðu jólin

Í þessu verkefni lesum við texta um jólin á fyrri tímum. Textinn skiptist í stutta kafla. Þegar búið er að lesa textann á að finna eina til tvær setningar úr hverjum kafla og myndskreyta. Þá verður til stutt myndskreytt saga um jólin á fyrri tímum.

SJÁ VERKEFNI »
Mynd af púsli, landvernd.is

Jólaleg púsluspil

Það er skemmtileg þraut að púsla, stundum gerist það að eitt og eitt púsl týnist og púsluspilið er ekki lengur nothæft, því geta ónothæf púsluspil safnast upp í skólum. Í staðinn fyrir að henda þeim þá er hægt að nýta þau í ýmis konar föndur og gjafir tengdar jólum. Verkefni fyrir 4-8 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Blýantar, skæri og fleira föndurdót, landvernd.is

Jólasmiðja á leikskóla

Á leikskólanum Akraseli búa börnin á elstu deild til jólagjafir fyrir foreldra. Þau nota frumkvæði og sköpunarkraft til að búa til gjafir úr endurnýtanlegan efnivið sem til fellur í skólanum. Verkefni fyrir 5-12 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
amma og afi með jólasveinahúfu og barnabarni, landvernd.is

Hvernig voru jólin hjá ömmu og afa?

Í verkefninu tökum við viðtal við eldri manneskju sem við þekkjum um þeirra æskujól, getum við lært af jólasiðum eldri kynslóða voru þær kannski umhverfisvænni en í dag? Getum við nýtt okkur eitthvað af þeirra siðum án þess að gleði okkar yfir jólunum skerðist? Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
Konur í verslunarferð, landvernd.is

Hafðu það gott um jólin – Skoðum jólaauglýsingar

Hér skoðum við hvernig jólaauglýsingar höfða til okkar og fá okkur til að kaupa hluti fyrir jólin. Þeir sem auglýsa vilja að fólk upplifi að það vanti, þurfi eða langi í eitthvað. Að eitthvað sé ómissandi eða þetta sé rétta gjöfin fyrir þennan og hinn. Verkefni fyrir 12-16 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
júlakúla með mynd af jörðinni, landvernd.is

Hvernig eru græn jól?

Nemendur velta því fyrir sér hvernig við getum unnið með neysluþríhyrninginn í tengslum við jólahátíðina og stuðlað að grænum umhverfisvænum jólum. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
jólagosið, áldósir í hrúgu, landvernd.is

Jólagosið

Þrátt fyrir að á Íslandi sé gott rennandi vatn í krönum sem þarf ekki að borga fyrir. Þá er gosdrykkjaneysla landsmanna umtalsverð. Í þessu verkefni skoða nemendur gosdrykkjaneyslu sína yfir ákveðið tímabil. Nemendur verða meðvitaðri um eigin gosneyslu, hvað varðar sykurmagn, kostnað og hvað hægt er að fá til baka með endurvinnslu. Verkefni fyrir 8-15 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
kerti og kertaafngangar fyrir föndur, landvernd.is

Lýsum upp skammdegið með heimagerðum kertum

Þegar skammdegið skellur á þá er notalegt að töfra fram ljós með kertum. Það er spennandi að búa til sitt eigið kerti og nýta um leið kertaafganga sem til falla í skólanum eða á heimilum. Kerti er líka upplögð jólagjöf. Nemendur á miðstigi í Selásskóla hafa í nokkur ár búið til svona kerti með góðum árangri.

SJÁ VERKEFNI »
kerti með vetrarskreytingu, landvernd.is

Kerti sem brennur ekki

Ef það er eitthvað sem auðvelt er að nálgast í miklu magni þá eru það klósettrúlluhólkar. Þá má nýta á fjölbreyttan hátt, hér er hugmynd að jólaskrauti þar sem klósettrúlluhólkur er notaður. Verkefni fyrir nemendur á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
marglitaðgarn,landvernd.is

Sauma í pappír

Föndur þar sem garnafgangar nýttir til að búa til mynd, kort eða merkispjöld. Einfalt verkefni sem þjálfar fínhreyfingar. Verkefnið hentar fyrir 3-10 ára nemendur.

SJÁ VERKEFNI »
Gamlar bækur í hrúgu. Jólabókaflóð. landvernd.is

Jólabókaflóð

Með hringrásarhagkerfið í huga er tilvalið að skoða möguleika þess að gefa bókum nýtt hlutverk. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvernig mætti nota bækur eða blaðsíður úr illa förnum bókum í jólaföndur og gjafir. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.

SJÁ VERKEFNI »
Hreint haf - Plast á norðurslóðum er námsefni, rafbók og verkefnavefur um hafið. landvernd.is

Hreint haf – Plast á norðurslóðum

Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf – plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.

SJÁ VERKEFNI »
Krukkur með mold, mismunandi efni sem brotna niður. Molta í krukku, verkefni úr Hreint haf. landvernd.is

Molta í krukku

Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar. 

SJÁ VERKEFNI »