Þú er hér - Category: Úrgangur og neysla

Gjafabréf samverustund

Gjafabréf

Hvernig getum við dregið úr neyslu og kaupum á óþarfa í kringum jólin? Gjafabréf eru ein leið til þess! Samvera og ljúfar stundir.

SJÁ VERKEFNI »
dót í kassa

Litlu jól leikfangaskipti

„Betra er að gefa heldur en að þiggja“ verkefni þar sem þátttakendur öðlast skilning á því að gjafir þurfa ekki alltaf að koma beint úr búðinni og hægt er að gefa hlutum nýtt líf með því að gefa þá áfram.

SJÁ VERKEFNI »
Loftslagsmálin skoðuð

Loftslagsmálin skoðuð

Í þessum stutta leik hugleiða nemendur nokkrar yfirlýsingar um loftslagsmál, sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin og ákveða hvort þeir eru sammála þeim eða ekki með því að staðsetja sig á ákveðnum stað í skólastofunni. Rætt verður um niðurstöðurnar. Verkefni fyrir 16-100 ára

SJÁ VERKEFNI »
börn - Bangladesh

Menntun barna í Bangladesh og fataframleiðsla – Spáðu í samhengi

Í þessu verkefni er gengið út frá aðstæðum í menntun barna í Bangladesh. Það er síðan tengt við m.a. aðstæður verkafólks í fataframleiðslu og svo við öll heimsmarkmið. Nemendur þurfa að beita þverfaglegri- og kerfishugsun til þess að ná utan um vandamálin og hugleiða lausnir og eiga að koma málefninu á framfæri á valdeflandi og skapandi hátt. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »

Jarðvegurinn og ég

Í þessum hlutverkaleik setja nemendur sig í spor mismunandi fólks í heiminum sem hefur ólíka hagsmuni og tækifæri þegar kemur að landnýtingu (landbúnaði, ferðamennsku og fleira). Út frá þessum hlutverkum þurfa þeir að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ákveðinn ágreining með sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi. Verkefni fyrir 16 til 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
jörðin sem jólakúla

Öðruvísi jólaóskir

Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára

SJÁ VERKEFNI »
loftlagsréttlæti

Loftlagsréttlæti – Rökræður með fiskibúrs aðferðinni

Hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor annarra og ræða um loftslagsréttlæti. Nemendur eiga að átta sig á hversu margbrotin og flókin mál liggja á bakvið hugtakið loftslagsréttlæti. Nemendur eiga í rökræðum með fiskabúrs-aðferðinni og koma sér síðan saman um aðgerðir sem munu stuðla að loftslagsréttlæti. Verkefnið fyrir 14 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »

Nægjusamur nóvember – dagatal

Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og pen­ingar fara í lífs­gæða­kapp­hlaup­ið, þ.e. í eig­ur, auð og álit ann­arra. Þannig er hægt að öðl­ast ýmis­legt dýr­mætt eins og frelsi, frí­tíma og orku til að verja í það sem er mik­il­vægt og veitir ham­ingju.

SJÁ VERKEFNI »

Hamingja og neysla

Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára

SJÁ VERKEFNI »

Umhverfisleikir

Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að nemendur fari meira út í náttúruna. Þar öðlast þeir þekkingu og færni og um leið læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.

SJÁ VERKEFNI »
Grænir uppþvottpokar - grænþvottur

Grænþvottur

Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er. Þetta verkefni fær nemendur til þess að hugsa betur um hversu umhverfisvænar vörur eru raun og veru.

SJÁ VERKEFNI »
þrír stólar

Réttlætissalat

Þetta er léttur leikur til að kveikja áhuga nemenda á hugtakinu hnattrænt réttlæti, skoða hvað þau vita um það og miðla þekkingu á milli þeirrar. Verkefni fyrir 8 – 16 ára.

SJÁ VERKEFNI »
tvær henddur að takast í hendur, flutningarbílar og flugvélar

Hlutverkaleikur um víðtæk áhrif hnattvæðingar

Hlutverkaleikur sem opnar augu nemenda á þeim áhrifum sem aukin hnattvæðing kann að hafa á matvælaframleiðslu. Nemendur eiga að átta sig á mismunandi hagsmunum og ígrunda hvernig núverandi hagkerfi ýtir undir núverandi framleiðsluhætti. Nemendur ræða síðan hvaða lög og reglur þurfi til þess að breyta slíkum framleiðsluháttum með umhverfið, dýravelferð og hnattrænt réttlæti í huga. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
fjólublá hendi

Áhrif fataframleiðslu

Nemendur eiga að skoða hvaða áhrif fataframleiðsla hefur á íbúa og náttúruna þar sem föt eru framleidd. Þau geta valið sér umfjöllunarefni sem tengist þessu og miðlunarleið sem þau vilja. Verkefni fyrir 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »