Þú er hér - Category: Náttúruvernd

10 hlutir…

Verkefni þar sem velt er fyrir sér umfjöllunum sem birtast okkur í daglegu lífi og láta okkur gjarnan líða eins og okkur skorti eitthvað.

SJÁ VERKEFNI »
Loftslagsmálin skoðuð

Loftslagsmálin skoðuð

Í þessum stutta leik hugleiða nemendur nokkrar yfirlýsingar um loftslagsmál, sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin og ákveða hvort þeir eru sammála þeim eða ekki með því að staðsetja sig á ákveðnum stað í skólastofunni. Rætt verður um niðurstöðurnar. Verkefni fyrir 16-100 ára

SJÁ VERKEFNI »
börn - Bangladesh

Menntun barna í Bangladesh og fataframleiðsla – Spáðu í samhengi

Í þessu verkefni er gengið út frá aðstæðum í menntun barna í Bangladesh. Það er síðan tengt við m.a. aðstæður verkafólks í fataframleiðslu og svo við öll heimsmarkmið. Nemendur þurfa að beita þverfaglegri- og kerfishugsun til þess að ná utan um vandamálin og hugleiða lausnir og eiga að koma málefninu á framfæri á valdeflandi og skapandi hátt. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »

Jarðvegurinn og ég

Í þessum hlutverkaleik setja nemendur sig í spor mismunandi fólks í heiminum sem hefur ólíka hagsmuni og tækifæri þegar kemur að landnýtingu (landbúnaði, ferðamennsku og fleira). Út frá þessum hlutverkum þurfa þeir að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ákveðinn ágreining með sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi. Verkefni fyrir 16 til 100 ára.

SJÁ VERKEFNI »
jörðin sem jólakúla

Öðruvísi jólaóskir

Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára

SJÁ VERKEFNI »
landlæsis bingó

Landlæsisbingó

Landlæsis-bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningunum sjálfir og/eða finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

SJÁ VERKEFNI »
jarðvegsskipting

Jarðvegsbingó

Jarðvegs bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

SJÁ VERKEFNI »

Nægjusamur nóvember – dagatal

Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og pen­ingar fara í lífs­gæða­kapp­hlaup­ið, þ.e. í eig­ur, auð og álit ann­arra. Þannig er hægt að öðl­ast ýmis­legt dýr­mætt eins og frelsi, frí­tíma og orku til að verja í það sem er mik­il­vægt og veitir ham­ingju.

SJÁ VERKEFNI »

Umhverfisleikir

Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að nemendur fari meira út í náttúruna. Þar öðlast þeir þekkingu og færni og um leið læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.

SJÁ VERKEFNI »
Stúlkur dansandi í náttúrunni

Náttúran gegn streitu

Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl viðnáttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni,hvort sem það er göngutúr eða sitja í kyrrð, þá minnkar framleiðslan á streituhormónum.

SJÁ VERKEFNI »
BINGO

BINGÓ – Eldri nemendur

Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar, er að það kynnist náttúrunni. Bingó er ein leið til þess að njóta þess að vera út í náttúrunni og skoða hana gaumgæfilega.

SJÁ VERKEFNI »
fjólublá hendi

Áhrif fataframleiðslu

Nemendur eiga að skoða hvaða áhrif fataframleiðsla hefur á íbúa og náttúruna þar sem föt eru framleidd. Þau geta valið sér umfjöllunarefni sem tengist þessu og miðlunarleið sem þau vilja. Verkefni fyrir 14-20 ára

SJÁ VERKEFNI »