10 hlutir…
Verkefni þar sem velt er fyrir sér umfjöllunum sem birtast okkur í daglegu lífi og láta okkur gjarnan líða eins og okkur skorti eitthvað.
Verkefni þar sem velt er fyrir sér umfjöllunum sem birtast okkur í daglegu lífi og láta okkur gjarnan líða eins og okkur skorti eitthvað.
Þó að við sjáum allskyns fréttir um það sem mætti betur fara í loftslagsmálum þá má er ýmislegt sem gengur vel. Nemendur leita uppi jákvæðar fréttir um loftslagsmálin á netinu. Verkefni fyrir 12-100 ára.
Í þessu hópverkefni eru nemendur að afla sér upplýsingar um ástand jarðvegs og hverjar eru orsakirnar ef hann er ekki í góðu ástandi. Þeir velta fyrir sér í hvaða ástandi hann ætti að vera og hvernig væri hægt að stuðla að því. Verkefni fyrir 12-100 ára
Stuttur leikur sem dýpkar þekkingu og skilning nemenda á kolefnishringrásinni. Verkefni fyrir 13 -100 ára
Í þessum stutta leik hugleiða nemendur nokkrar yfirlýsingar um loftslagsmál, sjálfbæra þróun og heimsmarkmiðin og ákveða hvort þeir eru sammála þeim eða ekki með því að staðsetja sig á ákveðnum stað í skólastofunni. Rætt verður um niðurstöðurnar. Verkefni fyrir 16-100 ára
Í þessu verkefni er gengið út frá aðstæðum í menntun barna í Bangladesh. Það er síðan tengt við m.a. aðstæður verkafólks í fataframleiðslu og svo við öll heimsmarkmið. Nemendur þurfa að beita þverfaglegri- og kerfishugsun til þess að ná utan um vandamálin og hugleiða lausnir og eiga að koma málefninu á framfæri á valdeflandi og skapandi hátt. Verkefni fyrir 16 – 100 ára.
Í þessum hlutverkaleik setja nemendur sig í spor mismunandi fólks í heiminum sem hefur ólíka hagsmuni og tækifæri þegar kemur að landnýtingu (landbúnaði, ferðamennsku og fleira). Út frá þessum hlutverkum þurfa þeir að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um ákveðinn ágreining með sjálfbæra landnýtingu að leiðarljósi. Verkefni fyrir 16 til 100 ára.
Í þessu verkefni hugleiða þátttakendur hvað væru stærstu óskir þeirra fyrir Jörðina, lífríkið og mannkynið og skoða hvað þyrfti að gera til þess að þessir óskir gætu orðið að veruleika. Verkefni fyrir 8-100 ára
Landlæsis-bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningunum sjálfir og/eða finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára
Jarðvegs bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára
Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og peningar fara í lífsgæðakapphlaupið, þ.e. í eigur, auð og álit annarra. Þannig er hægt að öðlast ýmislegt dýrmætt eins og frelsi, frítíma og orku til að verja í það sem er mikilvægt og veitir hamingju.
Með því að leyfa nemendum að njóta útiveru og náttúru í námi erum við að ýta undir náttúruvitund nemenda og auka líkurnar á því að nemendur fari meira út í náttúruna. Þar öðlast þeir þekkingu og færni og um leið læra að bera virðingu fyrir náttúrunni.
Tilgangur þessa verkefnis er að styðja vinnuskólana við að eyða alaskalúpínu og skógarkerfli, bæði með fræðslu um þessar tegundir og með praktískum ráðum við eyðingu.
Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl viðnáttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni,hvort sem það er göngutúr eða sitja í kyrrð, þá minnkar framleiðslan á streituhormónum.
Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar, er að það kynnist náttúrunni. Bingó er ein leið til þess að njóta þess að vera út í náttúrunni og skoða hana gaumgæfilega.
Að nemendur læri um ljóstillífun, þeir þjálfast að vinna í hóp og læra flókið hugtak í gegnum leik. Verkefni fyrir 7-12 ára
Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, er ein slík lausn.
Í þessu verkefni læra nemendur um þjónustu vistkerfa og mikilvægi hennar fyrir okkur mannfólkið (og aðrar lífverur). Hægt er að hjálpa vistkerfi í slæmu ástandi að auka þjónustu þess með því að stunda vistheimt og endurheimta lífbreytileikann. Verkefni fyrir 10-13 ára.
Nemendur eiga að skoða hvaða áhrif fataframleiðsla hefur á íbúa og náttúruna þar sem föt eru framleidd. Þau geta valið sér umfjöllunarefni sem tengist þessu og miðlunarleið sem þau vilja. Verkefni fyrir 14-20 ára
Verkefni sem hefur það að markmiði að efla vitund nemenda um náttúruna með því að kanna boðskap í ljóðum og tónlist. Verkefni fyrir 5-16 ára