Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets

Landsneti er skylt að veita Landvernd aðgang að samningi sínum við PCC um flutningslínur til Bakka. Þetta var niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrri mánuði. Samningurinn ber að mati Landverndar vott um að of skammur tími hafi í upphafi verið ætlaður til að standa við skuldbindingar um flutning raforku til PCC.

Landsneti er skylt að veita Landvernd aðgang að samningi sínum við PCC um flutningslínur til Bakka. Þetta var niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrri mánuði. Samningurinn ber að mati Landverndar vott um að of skammur tími hafi í upphafi verið ætlaður til að standa við skuldbindingar um flutning raforku til PCC.

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa undanfarin misseri látið reyna á réttmæti aðferða Landsnets við raflínulagnir til Bakka við Húsavík. Hafa loftlínuframkvæmdir Landsnets um Þeistareykjahraun, Leirhnjúkshraun og hverasvæðið við Þeistareyki þegar verið stöðvaðar af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Svæðin hafa mikið verndargildi og njóta sérstakrar verndar skv. náttúruverndarlögum. Landvernd vill láta skoða aðrar aðferðir við raflínulagnir sem hlífa þessum verndarsvæðum.

Í þessu augnamiði óskuðu samtökin einnig eftir að sjá efnisatriði samnings Landsnets við PCC frá mars 2015, meðal annars um tæknilega og kostnaðarlega þætti. Landsnet hafnaði því að afhenda umhverfisverndarsamtökunum ákveðna hluta samningsins. Þá neitun létu umhverfisverndarsamtökuin reyna á fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingarmál í júní 2015, en úrskurður féll í liðnum mánuði. Í stutti máli var fallist á kröfur Landverndar.

Í samningnum kemur fram að fyrsti afhendingardagur orku á Bakka er 1. nóvember 2017, en skrifað var undir samning PCC og Landsnets í mars 2015. Landsnet hafði því 2,5 ár til að standa við gerðan samning. Draga má í efa að gert hafi verið ráð fyrir nægum tíma í samningnum, ekki síst ef litið er til eftirfarandi þátta:

* óánægju umhverfisverndarsamtaka með umhverfisáhrif línanna,

* samningar höfðu og hafa ekki enn náðst við alla landeigendur (eignarnámsbeiðni var send atvinnuvegaráðuneyti í september 2015 sem enn hefur ekki úrskurðað um eignarnám),

* ekki er sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars 2016 og þau veitt í apríl og júní 2016,

* framkvæmdaleyfi eru kæranleg lögum samkvæmt í mánuð eftir útgáfu þeirra,

* málsmeðferðartími úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er lögum samkvæmt 6 mánuðir í stórum og flóknum málum, en hefur verið a.m.k. helmingi lengri í mörgum tilfellum.

Landvernd fordæmir þá leyndarhyggju sem Landsnet ástundar í kringum hina lögbundnu starfsemi sína. Landsnet bar í þessu máli fyrir sig að um vinnugögn væri að ræða, upplýsingarnar vörðuðu þjóðaröryggi og að um viðskiptaleyndarmál væri að ræða auk þess sem fyrirtækið taldi lög um upplýsingar um umhverfismál ekki ná til samningsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á neitt þessara sjónarmiða. Fagnaðarefni er að æðri stjórnvöld átta sig á mikilvægi þess að almenningi sé ekki haldið frá upplýsingum sem geta skipt hann máli, ekki síst þegar um almannahagsmuni eins og náttúruvernd er að ræða. Lög um upplýsingar um umhverfismál hafa enn og aftur sannað gildi sitt.

Samningur Landsnets við PCC 

Úrskurður úrskurðarnefndar um umhverfismál

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd