„Mývatn er náttúruperla sem er í mikilli hættu“

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, gagnrýndi Landsvirkjun fyrir framkvæmdir í tengslum við virkjun í Bjarnarflagi. Vill nýtt mat á umhverfisáhrifum Einnig sagði hún að unnið væri eftir tíu ára gömlu umhverfismati vegna virkjunar í Bjarnarflagi. Framkvæmdir þar væru ekki afturkræfar, þótt því hefði verið haldið fram, sagði Álfheiður, og hvatti til þess að Landsvirkjun léti vinna nýtt umhverfismat vegna framkvæmdanna. Hún lýsti einnig áhyggjum sínum sérstaklega af vatnafari, en Mýtvatni stafaði hætta af virkjun í Bjarnarflagi, meðal annars vegna affallsvatns. Hún benti einnig á að breytingar á vatni Mývatns „skipti sköpum fyrir allt líf í vatninu og vistkerfi þess í heild“.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, gagnrýndi Landsvirkjun fyrir framkvæmdir í tengslum við virkjun í Bjarnarflagi. „Mývatn er perla sem er í mikilli hættu,„ sagði Álfheiður í umræðum um störf þingsins.

Hún sagði að framkvæmdir Landsvirkjunar væru „brigður á þegjandi samkomulagi„ um að orkufyrirtæki, að minnsta kosti þau í ríkiseigu, héldu að sér höndum á meðan rammaáætlun væri enn til meðferðar.

Vill nýtt mat á umhverfisáhrifum
Einnig sagði hún að unnið væri eftir tíu ára gömlu umhverfismati vegna virkjunar í Bjarnarflagi. Framkvæmdir þar væru ekki afturkræfar, þótt því hefði verið haldið fram, sagði Álfheiður, og hvatti til þess að Landsvirkjun léti vinna nýtt umhverfismat vegna framkvæmdanna. Hún lýsti einnig áhyggjum sínum sérstaklega af vatnafari, en Mýtvatni stafaði hætta af virkjun í Bjarnarflagi, meðal annars vegna affallsvatns. Hún benti einnig á að breytingar á vatni Mývatns „skipti sköpum fyrir allt líf í vatninu og vistkerfi þess í heild„.

Áhyggjur af „vinstri öfgum„
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kom inn á þessi mál í umræðum um störf þingsins. „Menn ættu að láta af þessum vinstri öfgum og fara núna að efla atvinnu„.

Spyr um affallsvatnið
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, hefur einnig gagnrýnt framkvæmdirnar og spyr um hvernig fara eigi með affallsvatn frá virkjuninni. „Orkufyrirtækin hafa undantekningalaust lent í vandræðum með niðurdælingu affallsvatns við jarðvarmavirkjanir. Þess vegna hafa myndast affallslón við Reykjanesvirkjun, Svartsengi, Hellisheiðarvirkjun og Kröflu, þvert á það sem gert er ráð fyrir í starfsleyfi virkjananna. Hvaða ástæðu höfum við til að trúa því að affallsvatn verði ekki vandamál við Bjarnarflagsvirkjun með mögulega skaðlegum áhrifum á lífríki Mývatns? Ef það hefur einhvern tímann verið ástæða til að láta náttúruna njóta vafans þá er það núna.„

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd