Landvernd hefur farið fram á að stjórn Landsvirkjunar stöðvi nú þegar framkvæmdir við fyrirhugaða 45-90 MW Bjarnarflagsvirkjun og vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, en núgildandi mat er að verða tíu ára gamalt.
Mynd tekin við Mývatn

Á undanförnum árum hafa orkufyrirtækin öðlast mikilvæga reynslu af rekstri jarðvarmavirkjana og umhverfisáhrifum þeirra sem gæti haft áhrif á niðurstöðu nýs umhverfismats. Í þessu sambandi bendir stjórn Landverndar sérstaklega á spurningar sem hafa vaknað um mengun frá fyrirhugaðri virkjun, bæði affallsvatns og brennisteinsvetnis. Einnig getur möguleg kæling á grunnvatnsstreymi í kjölfar orkuvinnslu minnkað kísilstreymi til Mývatns, sem er ein undirstaða fjölbreyts lífríkis vatnsins.

Einstakt lífríki Mývatns skapar því sérstöðu á heimsvísu. Þess vegna segir í nýsamþykktri verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá að það sé skylda núlifandi kynslóðar að varðveita sérstöðu svæðisins og þar með að tryggja komandi kynslóðum sama aðgengi og svipaða upplifun og við getum notið nú í dag.

Þú getur tekið undir kröfu Landverndar um stöðvun framkvæmda við Mývatn og gerð nýs umhverfismats með því að skrá þig hér.

Nafn:
Kennitala:
Netfang:

Staðfesta

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka
Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka meira..
 
Áfangasigur í baráttunni fyrir verndun Mývatns
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að endurgera þurfi umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn meira..
 
Landvernd biður um svör úr umhverfisráðuneytinu
Landvernd hefur sent umhverfisráðherra bréf til að spyrja um svör íslenskra stjórnvalda við fyrirspurn Ramsarskrifstofunnar vegna mengunarhættu frá Bjarnarflagsvirkjun á lífríki Mývatns og Laxár. meira..
 
Umhverfismat verði endurtekið
Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins.... meira..
 
„Mývatn er náttúruperla sem er í mikilli hættu“
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, gagnrýndi Landsvirkjun fyrir framkvæmdir í tengslum við virkjun í Bjarnarflagi. Vill nýtt mat á umhverfisáhrifum Einnig sagði hún að unnið væri eftir tíu ára gömlu umhverfismati vegna virkjunar í Bjarnarflagi. Framkvæmdir þar væru ekki afturkræfar, þótt því hefði ... meira..
 
Mývatn á að njóta vafans
Orkufyrirtækin hafa undantekningalaust lent í vandræðum með niðurdælingu affallsvatns við jarðvarmavirkjanir. Þess vegna hafa myndast affallslón við Reykjanesvirkjun, Svartsengi, Hellisheiðarvirkjun og Kröflu, þvert á það sem gert er ráð fyrir í starfsleyfi virkjananna.Hvaða ástæðu höfum við til að ... meira..
 
Landsvirkjun stöðvi framkvæmdir við Mývatn
Stjórn Landverndar hefur sent stjórn Landsvirkjunar bréf þar sem farið er fram á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða 45-90 MW Bjarnarflagsvirkjun. meira..
 
Frétt á RUV "Vilja stöðva framkvæmdir
Frétt á RUV 7. oktober 2012 meira..
 
Landsvirkjun laumast í framkvæmdir við Mývatn
En nú eru óafturkræfar framkvæmdir hafnar á grundvelli leyfis sem Landsvirkjun hefur fengið hjá Skútustaðahreppi til ,,landmótunarframkvæmda." Þannig notar opinbert fyrirtæki gloppu í skipulagslögum til að laumast til að hefja framkvæmdir við virkjun sem hefur enn ekki fengið tilskilin leyfi. Og eng... meira..
 
Ramsar rannsaki áhrif jarðvarmavirkjunar á lífríki Mývatns
Landvernd og Fuglavernd hafa sent skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns. meira..