Guðmundur Ingi ráðinn framkvæmdastjóri

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er framkvæmdastjóri Landverndar. - landvernd.is
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar.

Hann hefur undanfarin þrjú ár starfað að umhverfisrannsóknum á Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands. Þar á undan starfaði hann við vistfræðirannsóknir og að alþjóðamálum hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur Ingi hefur verið stundakennari í umhverfis- og vistfræði við HÍ síðastliðin fimm ár, auk þess að sinna afleysingum sem umsjónarmaður námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræðum í hálft ár árið 2010.

Guðmundur Ingi er með masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale háskóla í Bandaríkjunum og BS próf í líffræði frá Háskóla Íslands.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd