Lög um verndun Mývatns og Laxár
Stjórn Landverndar hefur sent umhverfisnefnd Alþingis athugasemdir vegna frumvarps til laga um verndun Mývatns og Laxár. Stjórnin telur að fallast megi á megin atriði frumvarpsins en gerir alvarlegar athugasemdir við fáein atriði. Áður hafði stjórnin sent yfirlýsingu vegna bráðabirgðarákvæði um heimild til hækkunar stíflu í Laxá.