Í dag, miðvikudaginn 25. apríl, fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Þetta var í fjórða sinn sem skólinn fékk fánann afhentan og í upphafi skóladags var íslenski fáninn dreginn að húni í tilefni dagsins.
Á hátíðinni í íþróttasalnum var dagskráin að mestu leyti í höndum nemenda skólans. Skólastjóri flutti ávarp í upphafi en síðan sáu Hulda Margrét Sveinsdóttir og Sævar Þór Fylkisson nemendur í 6. bekk um kynninguna. Nemendur í 5. bekk voru með söngatirði og Ásdís Guðmundsdóttir, nemandi í 8. bekk, flutti Umhverfisávarp.
Leikatriði eldri nemenda og upplestur hjá nemendum úr 3. bekk var einnig á dagskrá og að lokum sungu allir skólasönginn saman.