Jólafréttabréf skóla á Grænni grein
Nú er árið senn á enda og hefur það að vanda verið viðburðaríkt hjá Skólum á grænni grein. Nú er 231 skóli skráður til leiks með samtals yfir 45 þúsund nemendum og tæplega 5000 kennurum og öðrum starfsmönnum. Heildarfjöldi þeirra sem tekur þátt í verkefninu hér á landi er því um 50 þúsund manns! Samtals fóru 90 Grænfánaafhendingar fram á árinu, þar af fengu tveir skólar Grænfánann í 7. sinn en það voru Fossvogsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri. Það eru fyrstu tveir skólarnir sem ná þeim áfanga hér á landi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn sem og öllum þeim skólum sem náðu markmiðum sínum og fengu Grænfánann afhentan á árinu!