Leitarniðurstöður

Jólafréttabréf skóla á Grænni grein

Nú er árið senn á enda og hefur það að vanda verið viðburðaríkt hjá Skólum á grænni grein. Nú er 231 skóli skráður til leiks með samtals yfir 45 þúsund nemendum og tæplega 5000 kennurum og öðrum starfsmönnum. Heildarfjöldi þeirra sem tekur þátt í verkefninu hér á landi er því um 50 þúsund manns! Samtals fóru 90 Grænfánaafhendingar fram á árinu, þar af fengu tveir skólar Grænfánann í 7. sinn en það voru Fossvogsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri. Það eru fyrstu tveir skólarnir sem ná þeim áfanga hér á landi. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn sem og öllum þeim skólum sem náðu markmiðum sínum og fengu Grænfánann afhentan á árinu!

Skoða nánar »

Jólafréttabréf Bláfánans

Nú er árið senn á enda og hefur ýmislegt markvert gerst hjá Bláfánanum. Aldrei hafa fleiri flaggað hér á landi en í ár, en samtals níu smábátahafnir og baðstrendur flögguðu Bláfánanum hér á landi auk þess sem fjögur hvalaskoðunarfyrirtæki flögguðu Bláfánaveifunni. Markviss vinna við gerð nýrra viðmiða fyrir Bláfánaveifuna fór fram í ár og er stefnt að því að drög að þeim verði prufukeyrð í byrjun næsta árs. Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding hefur unnið náið með Landvernd við gerð viðmiðanna og mun sjá um prufukeyrsluna hér á landi, en viðmiðin verða prufukeyrð á nokkrum stöðum í heiminum. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Bláfánanum á nýju ári!

Skoða nánar »