Stígum varlega til jarðar – álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Andrés fjallaði um að álag væri of mikið á sumum ferðaleiðum og það hafi leitt til skemmda á landi, og því væri mjög brýnt að fara í úrbætur og uppbyggingu þeirra. Til þess þyrfti að stórefla fagmennsku við slíkar úrbætur, ef tryggja ætti framtíð ferðaþjónustunnar í sátt við náttúru landsins.