Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun
Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli meta umhverfisáhrif vegagerðar um Kjöl. Landvernd telur að Skipulagsstofnun hafi við meðferð málsins brotið gegn löggjöf um umhverfismat framkvæmda, umhverfismat áætlana og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.