Kvörtun til ráðuneytis vegna Umhverfisstofnunar
Aðgerðaleysi Umhverfisstofnunar á verndarsvæði Mývatns og Laxár er tilefni stjórnsýslukvörtunar Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Vantar m.a. leyfi fyrir framkvæmdum og tryggja þarf aðhald í mengunarmálum.