Metsco skýrsla – Raforkuöryggi á Vestfjörðum best tryggt með jarðstrengjum
Meira en tífalda má raforkuöryggi á Vestfjörðum með því að setja hluta Vesturlínu og fleiri línur á sunnanverðum Vestfjörðum í jörð. Hinsvegar gerir virkjun Hvalár ekkert til að bæta raforkuöryggið þar. Þetta er meðal niðurstaðna ráðgjafarfyrirtækis á sviði raforkumála sem Landvernd fékk til þess að leita leiða til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og bæta raforkuöryggi.