Yfirlýsing frá stjórn Landverndar: Með öllu ólíðandi í lýðræðisþjóðfélagi
Nýjasta útspil ríkisstjórnar Íslands og Alþingis að breyta lögum í kjölfar niðurstöðu úrskurðanefndarinnar er klár misbeiting valds. Lögum er breytt vegna hagsmuna tveggja fyrirtækja í miklum flýti án nokkurrar umræðu eða möguleika til umsagna. Með þeim gjörningi eru tvær stoðir Árósarsamningsins brotnar: réttur almennings til þátttöku í undirbúningi ákvarðana og skylda ríkja til að tryggja almenningi réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið.