Leitarniðurstöður

©Kristján Ingi Erlendsson, ljósmyndari. Kristján Ingi er höfundur bókarinnar Unique Island og fær Landvernd 5% af söluandvirði hverrar bókar.

Þjóðgarður á miðhálendi Íslands

Miðhálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði í Evrópu sem aldrei hefur verið numið af mönnum. Sérstaða svæðisins felst í einstakri náttúru, gróðurvinjum, jarðfræði og landmótun, einstöku samspili elds og íss, óviðjafnanlegum andstæðum í landslagi og víðernum sem eru talin meðal síðustu stóru víðerna Evrópu.

Skoða nánar »
Náttúrukortið veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt. Tekið er mið af niðurstöðum 3. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði en það eru iðnaðarráðuneytið og umhverfisráðuneytið sem hafa unnið að þessari útlistun nýtanlegra auðlinda, landvernd.is

Náttúra í hættu!

Stóriðja og raforkuframleiðendur ógna þessari einstöku náttúru og eiga fjölmargar náttúruperlur í hættu að verða sökkt eða vera breytt í iðnaðarsvæði.

Skoða nánar »