Áskorun um að hafna Klausturselsvirkjun – risavöxnu vindorkuveri á Fljótsdalsheiði
Tugir risamastra á hæð við þrjár Hallgrímskirkjur hefðu óhjákvæmilega í för með sér gríðarlega eyðileggingu á Fljótsdalsheiði, auk mengunar, truflunar og ógnar við gróður, fugla og spendýr á svæðinu. Landvernd safnar undirskriftum við áskorun um að ekkert verði af Klausturselsvirkjun.