Þriðjungur Orkusjóðs til Samherja, Ísfélags Vestmannaeyja og Arnarlax
Samherjasamstæðan hagnaðist um 14,3 milljarða á síðasta ári, Ísfélag Vestmannaeyja um 8 milljarða og Arnarlax um 6 milljarða. Þess vegna kom á óvart þegar úthlutað var úr Orkusjóði nýlega að þessi fyrirtæki hlutu hæstu styrkina. Samtals námu þeir 30% af ráðstöfunarfé sjóðsins.