Rödd nærsamfélagsins um breytta neyslumenningu
Á kynslóðaspjalli í Tehúsinu á Egilsstöðum voru fundargestir fullir af visku og umbreytingaranda. Samhljómur var um það að við þurfum að kaupa minna, leggja áherslu á vandaðar og endingargóðar vörur, nýta hlutina betur og lengur og gera við frekar en að henda.