Áskorun náttúruverndarsamtaka inn í sáttmála ríkisstjórnar
Umhverfisverndarsamtök og náttúruvinir skora á nýja ríkisstjórn að halda vel utan um umhverfis- og loftslagsmálin. Það er brýnt að tekið sé tillit til loftslagsmarkmiða, að áhersla sé á að vernda lífbreytileika og haf, að staða félagasamtaka sé styrkt, að orkunýtingastefna sé mótuð og að sérstakt ráðuneyti loftslags og náttúruverndar sé sett á laggirnar.