Fossinn Dynkur í Þjórsá, er tilkomumesti stórfoss Þjórsár sem skaðast og skerðist ef áform um Kjalölduveitu verða að veruleika.
Laugardaginn 20.september 2025 10:00 🥾 🥾
Landvernd fer að Dynk í Þjórsá
Þjórsá er lengsta á landsins og á upptök sín í Hofsjökli. Áin liggur um Þjórsárver sem eru víðáttumikil gróðurvin á hálendinu sunnan Hofsjökuls. Kjalöldur eru hólar og sandöldur eru staðsettar austan við Þjórsá, ofarlega á vatnasviði árinnar. Kjalölduveita var felld í biðflokk rammaáætlunar. Virkjun fæli í sér röskun á og við Þjórsá á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera en virkjun í svo miklu návígi við svæði með svo hátt verndargildi myndi skerða víðerni á svæði sem hefur mikilvægi á heimsvísu.
Landvernd býður til göngu að Dynk og ef veður leyfir kíkjum við á fleiri fossa sem óhætt er að fullyrða að komi á óvart fyrir fegurð.
Lagt verður af stað með rútu úr Árnesi klukkan 10.00 laugardaginn 20. september og tekur gangan frá 3 – 5 klukkustundir eftir því hvað við skoðum marga fossa.
Ekið er úr Árnesi að Kóngsási sem tekur um 3 klukkustundir.
Björg Eva og Sigþrúður eru fararstjórar Landverndar í ferðinni og við reiknum með því að stjórn Landverndar verði með í för.
Ferðin kostar 15.000.

Athugið að skráning í ferðina er nauðsynleg.


