Alviðra býður til útiveru og kennlsu

alviðra
Vantar þinn hóp að komast í betri tengingu við náttúruna?
alviðraalviðratryggvi alviðra alviðra uppskera alviðra alviðra skilti alviðra

 

 

 

 

 

 

 

Næsta námskeið fyrir þá hópa sem vilja nýta sér þennan möguleika:

Námskeið fyrir kennara og aðra áhugasama um útinám og útivist í Alviðru sem verður haldið fimmtudaginn 11. september kl. 12:00 til 16:00. Jakob Frímann Þorsteinsson, doktor á sviði útimenntunar og aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ greinir frá gildi og möguleikum útináms og útivistar í skóla- og frístundastarfi. Grænfánateymi Landverndar kynna verkefni til útikennslu. Þá verður farið yfir möguleika til útiveru og upplifunar í Alviðru.

Boðið verður upp á hádegisverð kl.12:00 áður en formleg dagskrá hefst.

Þátttökugjald er 5.000 kr.

Skráning á netfangið: graenfaninn@landvernd.is fyrir 9.september

Alviðra býður skólahópa velkomna til útiveru og kennslu á tímabilinu frá 8. september til 11. október.

Það er mikið um að vera í lífríkinu þegar líður að hausti. Farfuglarnir hópa sig og undirbúa langflug á vetrarstöðvarnar. Blómin fölna og laufin gulna. Plöntur og grös kasta frá sér fræum sem spíra og þroskast þegar vorar. Smádýr leita að holum til vetrarskjóls. Bláber, krækiber, villijarðarber og hrútaber þroskast í hlíðum Ingólfsfjalls. Á Soginu synda álftir með ungum og í hyljunum synda misstórir fiskar.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd