Stefna Landverndar 2025 - 2028

Stefna Landverndar árin 2025-2028 var samþykkt á aðalfundi samtakanna 23. maí 2025. 

Stefnan er að auka áherslu á upplýsingamiðlun, menntun, fræðslu, samskipti og hverskyns samstarf.  

Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi. 

Stefna Landverndar byggir á stefnumótun sem unnin var á nokkrum opnum stefnumótandi félagafundum, á Akureyri, Egilsstöðum, Reykjavík og í streymi á tímabilinu janúar – maí 2025.