Aðalfundur Landverndar 13. apríl n.k. kl. 13-16

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 13. apríl n.k. kl. 13-16 í sal veitingarstaðarins Nauthóls við Nauthólsvík. Sérstök athygli er vakin á erindum um Mývatn og Laxá.

Landvernd boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 13. apríl n.k. kl. 13-16 í sal veitingarstaðarins Nauthóls við Nauthólsvík. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og kynningar á starfsemi samtakanna á liðnu ári, er sérstök athygli vakin á erindum um Mývatn og Bjarnarflagsvirkjun.

Árni Einarsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, og Arngrímur Geirsson, einn sprengjumannanna við Miðkvísl og bóndi og fyrrverandi kennari, halda framsöguerindi.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og koma með nýja félaga í samtökin. Dagskrá fundarins, tillaga að lagabreytingu og lög félagsins má finna í viðhengjum hér að neðan.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd