Aðalfundur Landverndar 2006

Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is
Verið velkomin á Garðaholt í Garðabæ laugardag 29. apríl kl. 11.00.

á Garðaholti í Garðabæ laugardaginn 29. apríl

Aðalfunds Landverndar bíður það verkefni að marka samtökunum stefnu um vegagerð á hálendi Ísland og framtíðarsýn fyrir Reykjanesskaga. Umhverfisráðherra mun ávarpa fundinn við setningu hans.

Fundurinn verður haldinn á Garðaholti í Garðabæ og sveitarstjórnarmönnum og svæðinu hefur sérstaklega verið boðið til fundarins.

Fundurinn er öllum opinn. Atkvæðisrétt hafa fulltrúar aðildarfélaga Landverndar og einstaklingar sem eru félagar í Landvernd.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa og umfjöllunar um stefnumarkandi mál mun Jónatan Garðarsson fjalla um náttúru höfuðborgarsvæðsins og nágrennis þess. Þá kynnir ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt skýrslu sem Landvernd hefur látið vinna um hálendisvegi. Í lok fundar verður boðið í skoðunarferð um Álftanesið þar sem Freysteinn Sigurðsson greinir frá jarðsögu og ólafur Torfason fuglalífi.

Stjórn Landverndar leggur fram tillögu um stefnu vegna vegagerðar á hálendinu, sem byggir á vinnu Hálendishóps Landverndar sem starfað hefur í vetur.

Þá leggur stjórnin fram tillögu að ályktun um að hálendi Íslands verði skilgreint sem griðasvæði. Stefnumarkandi yfirlýsing um landnýtingu á Reykjanesi verður einnig til umfjöllunar. Þá hefur komið fram tillaga að ályktun um þéttingu byggðar og um að fjarlæga flugvöllinn úr Vatnsmýrinni frá Samtökum um betri byggð, sem eiga aðild að Landvernd.

Nýr framkvæmdastjóri Landverndar, Bergur Sigurðsson, tekur við starfi sínu á fundinum.

Upplýsingar um fundinn má fá hjá Tryggva Felixsyni fyrrverandi framkvæmdastjóra í síma 699 2682 og Bjögólfi Thorsteinsson, formanni Landverndar, í síma 864 5866.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd