Aðalfundur Landverndar haldinn 30. apríl

Við hvetjum félagsmenn til að mæta og hafa áhrif á stefnu og störf samtakanna

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna þriðjudaginn 30. apríl klukkan 17 (afhending atkvæðaseðla hefst þegar húsið opnar kl. 16:30) í Rúgbrauðsgerðinni, 1. hæð, að Borgartúni 6, 105 Reykjavík.

Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Dagskrá fundarins má nálgast hér að neðan. Mikilvægt er að skrá sig fyrir fundinn.

Skráning

Í stjórn Landverndar sitja tíu manns. Á aðalfundi 2019 verður kosið um formann stjórnar til tveggja ára og fjóra stjórnarmenn til tveggja ára. Allir kjörgengir félagsmenn geta boðið sig fram á fundinum. Þeir sem vilja tilkynna um framboð fyrirfram eru beðnir um að senda tölvupóst á lovisa(hja)landvernd.is

Við hvetjum þig til að mæta og hafa áhrif á stefnu og störf samtakanna. Við minnum á að þau sem enn skulda félagsgjöld verða að hafa greitt þau fyrir aðalfund til að tryggja sér atkvæðisrétt og kjörgengi á fundinum. Jafnframt hvetjum við ykkur til að taka nýja félaga með á fundinn. Hægt verður að greiða félagsgjöld á fundinum.

Dagskrá:

16:30 Húsið opnað og skráning fundargesta

17:00 Setning aðalfundar og kjör fundarstjóra og fundarritara

17:05 Aðalfundarstörf

Kjör í nefndir fundarins, kjörnefnd og allsherjarnefnd
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur 2018
Lagabreytingar
Stefna Landverndar: kynning, umræður og kosning
Kjör endurskoðanda og skoðunarmanna reikninga
Kosning stjórnar. Formannskjör og fjórir aðalmenn

18:40 Landvernd 50 ára

18:45 Léttur kvöldverður í boði Landverndar

19:15 Kynning ályktana og umræður

Ályktanir stjórnar
Nýjar ályktanir

19:45 Hugvekja – Sævar Helgi Bragason

20:00 Niðurstaða stjórnarkjörs

20:10 Afgreiðsla ályktana

20:20 Önnur mál

20:30 Aðalfundi slitið

20:35 Léttar veitingar

21:35 Húsið lokar

Hér má nálgast fundargögn:

Drög að stefnu samtakanna

Tillögur stjórnar að ályktunum fundarins

Tillaga að lagabreytingu

Lög Landverndar

Staðsetning

Fundurinn fer fram á 1. hæð Rúgbrauðsgerðarinnar, Borgartúni 6, 105 Reykjavík.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd