Aðventuganga og jólatré í Alviðru

Alviðra er sannkölluð útivistarparadís!

Aðventan! Við undirbúum hátíð ljóssins.  Í Alviðru fögnum við aðventunni með göngu út í vetrarríkið, og svo með söng, jólasögu og piparkökum í hlýjunni í gamla bænum. Á Alviðrujörðinni eru víða sjálfsprottin tré sem eiga framtíð sem glæsileg jólatré. Við leitum þeirra í göngunni, fellum og þátttakendur taka þau svo með heim til sín, gegn vægu gjaldi.

 

Mæting við gamla Alviðrubæinn kl. 13:00 laugardaginn 13. desember.

14. desember til vara ef veðurspáin er slæm fyrir laugardaginn. – fylgist með á fésbók Alviðru.

 

Eftir göngu, sem verður um 2 km löng, verður boðið upp á heitt að drekka, piparkökur, jólasögu og söng í gamla bæjarhúsinu. Ef við komust í stuð göngum við í kringum! Það gæti verið að jólasveinn kæmi ofan af Ingólfsfjalli til að heilsa upp á börnin. Yndisleg jólastemming á undurfögrum stað undir Ingólfsfjalli.

 

Alviðra er vestan við brúna yfir Sogið við Þrastarlund, um 10 km. norður af Selfossi við vegamót Biskupstungubrautar og Grafningsvegar.

Alviðra er friðland, náttúruskóli og útvistarparadís.

 

Fylgist með á fésbókarsíðu Alviðru fræðsluseturs Landverndar hvort breyting verður á dagsetningu vegna veðurs.

 Verið velkomin í Alviðru!

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd