Aðventan!
Við bíðum og notum tímann til að undirbúa hátíð ljóssins. Undir Ingólfsfjalli við Sogið á móts við Þrastarlund er jörðin Alviðra. Þar fögnum við aðventunni með göngu út í vetrarríkið og svo með söng, jólasögu og piparkökum í hlýjunni inni í gamla bænum.
Alviðra, fræðslusetur Landverndar, er friðland, náttúruskóli og útvistarparadís með Ingólfsfjall í bakgarðinum. Hér og þar á jörðinni leynast tré sem hafa alla burði til að verða falleg jólatré. Við leitum þeirra í göngunni, fellum og tökum með heim í bæ. Þessi tré eiga sér framtíð sem jólatré í stofu þátttakenda þegar nær dregur að jólum.
Mæting við gamla bóndabæinn kl. 13:00 laugardaginn 7. desember. Eftir göngu verður boðið upp á heitt að drekka, piparkökur, jólasögu og söng í gamla bæjarhúsinu. Ef við komust í stuð göngum við í kringum!
Við tökum sunnudaginn 8. desember frá, til vara, ef veður eru válynd þann 7. desember. Best að fylgjast með fésbókarsíðu Alviðru fræðsluseturs Landverndar til að leita frétta um hvort breyting verður á dagsetningu vegna veðurs.
Verið velkomin!