Í dag á Degi umhverfisins fagnar grænfáninn 20 ára afmæli sínu. Af því tilefni fengu grænfánaskólar sendan pakka sem inniheldur hugmyndir um hvernig fagna má deginum. Lögð er áhersla á náttúruvernd og á að njóta náttúrunnar í nærumhverfinu.
- Örfræðsla um um hugtakið náttúruvernd og mikilvægi hennar
- Útprentaleg verkefni fyrir alla aldurshópa sem tengjast þemanu Náttúruvernd
- Hugmyndir að útileikjum
Vonum að þið njótið vel og gaman væri að heyra frá skólum eða vera merkt á samfélagsmiðlum.
Verkefnin má vel nýta á öðrum vordögum