Alheimshreinsun þann 15. september 2018

Þann 15. september 2018 mun heimurinn sameinast í stærsta hreinsunarátaki sem jörðin hefur orðið vitni að: World Cleanup Day.

Þann 15. september 2018 mun heimurinn sameinast í stærsta hreinsunarátaki sem jörðin hefur orðið vitni að: World Cleanup Day.

Ísland lætur sitt ekki eftir liggja og mun að sjálfsögðu taka þátt. Landvernd, Blái herinn, JCI, Plastlaus september, plokkarar og allir sem hafa áhuga á að búa í hreinum heimi, munu sameina krafta sína og hreinsa fjöll af rusli í tengslum við þennan alheimsviðburð.

Ef þú hefur áhuga á að skipuleggja eigin hreinsun eða taka þátt með öðrum hætti, þá skaltu endilega hafa samband við okkur.

Landvernd hefur haft samband við öll sveitarfélög landsins og hvatt þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Hafðu samband við þitt sveitarfélag til þess að athuga fyrirkomulag ruslasöfnunar.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd