Alheimshreinsunardagurinn sló öll met

Alheimshreinsunardagurinn þann 15.september sl. hafði mikil áhrif um allan heim en samkvæmt fréttatilkynningu frá World Clean Up Day tóku 17 milljónir manna í 158 löndum þátt í hreinsun á deginum!

Alheimshreinsunardagurinn þann 15.september sl. hafði mikil áhrif um allan heim en samkvæmt fréttatilkynningu frá World Clean Up Day tóku 17 milljónir manna í 158 löndum þátt í hreinsun á deginum!

Þátttaka á Íslandi var góð og ljóst að fólki er annt um umhverfi sitt, hvort sem um ræðir strandsvæði eða annað nágrenni, og vill leggja sitt af mörkum til að halda því hreinu.

ólíkar áskoranir mættu þátttakendum um allan heim, en nokkrum hreinsunum varð að fresta vegna þess að fellibylir gengu yfir svæðin og tryggja varð öryggi fólks. Markmiðið var allsstaðar það sama: að hreinsa jörðina okkar og vekja fólk til vitundar um vandmálið sem hlýst af rusli í náttúrunni.

Þó svo að hreinsanir séu góðar og gildar þá eru þær ekki nema einn partur af því að minnka rusl á jörðinni, en þær gagnast vel til þess að almenningur átti sig á því hve mikið af rusli er að finna í umhverfi þeirra og hvetur til breyttrar hegðunar. Mikilvægast er að litið sé til langtíma lausna og að stjórnvöld og fyrirtæki, ásamt almenningi, taki höndum saman í því að koma í veg fyrir að rusl berist út í náttúruna með því að hafa stýringu og innviði góða ásamt því að styðja árverkniátök eins og Hreinsum Ísland eða World Clean Up Day.

Hér á Íslandi höfum við lagt áherslu á plast, en plast er sérstaklega slæmt þar sem það eyðist aldrei og þegar það berst í hafið brotnar það niður í örplast sem berst í lífverur og í fæðukeðjuna okkar. Hreinsum Ísland verkefnið heldur áfram af krafti á næsta ári og við hlökkum til að hreinsa með ykkur á fimmtíu ára afmælisári Landverndar, 2019.

Hér má lesa fréttatilkynninguna í heild sinni: Fréttatilkynning World Clean Up Day

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd