Álit loftlagsráðs 2025

Álit loftlagsráðs 2025

Loftlagsráð hefur skilað inn áliti um stöðu og stefnu Íslands í loftlagsmálum. Nefna þau að stjórnsýsla í loftlagsmálum hafi ekki staðið undir þeim þáttaskilum sem kallað var eftir í fyrra. Ísland hefur skuldbundið sig til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg. Mun það vera afar kostnaðarsamt fyrir íslensku þjóðina að standa ekki við sinn hlut. Þá liggur það í augum uppi að hagkvæmara væri að bæta verkstjórn og eftirfylgni, fjárfesta í umhverfinu og sinna þessum málefnum áður en við lendum í að þurfa að greiða himinháar sektir.

Hér má finna álit Loftlagsráðs á vefnum þeirra https://loftslagsrad.is/

Að skorast undan getur verið kostnaðarsamt

Í skýrslunni  nefna þau áætlaða úttekt loftlagsráðs í Írlandi og er þar áætlað að Írar gætu þurft að greiða 8–26 milljarða evra til annarra ESB-ríkja vegna vanefnda. Þó ekki hafi það verið reiknað eins út hér þá er ljóst að kostnaður gæti orðið hár ef Ísland stendur ekki við skuldbindingar sínar.

Jákvæð þróun

Loftlagsráð vitnar í að réttilega hafi hægt á aukningu heimslosunar en markmiðinu sé enn ekki fyllilega ekki náð. Með tilkomu  endurnýjanlegra orkugjafa hafi stefna hlýnunar jarðar farið úr 4°C hækkunar meðalhitaniður í 2,7°C fyrir 2100. Stefnan er að halda hlýnun jarðar eins nálægt 1,5°C og mögulegt er. Þó munurinn á 2.7 og 1.5 virðist ekki mikill þá er til dæmis massatap jökla er helmingi meiri við 2,7°C en við 1,5°C

Í alþjóðlegu samhengi

Horfa þarf á loftlagsmál í alþjóðlegu samhengi. Ein mesta ógnin fyrir íslenskt samfélag tengist þó afleiðingum röskunar loftslags utan landsteinanna og áhrifum þeirra á fæðuframleiðslu og hnattrænar virðiskeðjur.

Í álitinu kemur fram að landsframlög til markmiða Parísarsáttmálans fyrir næsta tímabil áttu að liggja fyrir nú þegar. Loftlagsráð hvetur stjórnvöld til að hraða undirbúningi að framlagi Íslands. Samstarf Íslands við ESB og Noregs í þessum málum er gríðarlega mikilvægt og við skulum ekki sofna á verðinum.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd