Loftslagsráð hefur beint sjónum sínum að orkuskiptum í vegasamgöngum og hefur nú sent frá sér álit:
Loftslagsráð leggur áherslu á að enn skorti heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun til að draga úr losun frá vegasamgöngum, og hvetur stjórnvöld til að samþætta orkuskipti með öðrum aðgerðum eins og bættu borgarskipulagi, þróun atvinnulífs og breyttri samgönguhegðun til að ná markmiðum í loftslagsmálum.
Hér er samantekt úr áliti Loftslagsráðs:
1. Vegasamgöngur og losun gróðurhúsalofttegunda
- Vegasamgöngur eru stærsti þáttur samfélagslosunar á Íslandi.
- Orkuskipti hafa verið í forgrunni með áherslu á hleðslustöðvar og ívilnanir fyrir vistvæn ökutæki.
- Allar aðgerðir sem tengjast samgöngum (t.d. skipulagsmál, ferðahegðun, almenningssamgöngur, gjaldtaka, vegakerfi) hafa áhrif á losun, lífskjör og jöfnuð.
2. Skortur á heildrænni stefnu
- Loftslagsráð telur að enn skorti heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun frá vegasamgöngum.
- Nýlegt dæmi um skort á fyrirsjáanleika og heildstæðu mati voru breytingar á hagrænum stjórntækjum bæði hvað varðar kaup og rekstur ökutækja.
- Fyrir liggur að ráðist verði í frekari uppbyggingu samgöngumannvirkja. Stjórnvöld þurfa að hafa heildaryfirsýn yfir samlegðaráhrif slíkrar uppbyggingar með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda, hagkvæmni og áhrifa á lífskjör og lífsgæði.
3. Tækifæri til úrbóta
- Stefnumörkun og aðgerðir í samgöngum í dag munu hafa mikil áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda til framtíðar sem og lífsgæði almennings.
- Heildaryfirsýn í málaflokknum er því afar mikilvæg. Mikil tækifæri eru til að gera betur.
- Hingað til hefur áherslan verið á orkugjafa ökutækja, en aðrir þættir eins og skipulag borga, þróun atvinnulífs og samgönguhegðun hafa fengið minni athygli.
- Þverfagleg nálgun og samvinna ríkis og sveitarfélaga er nauðsynleg fyrir heildstæða stefnu.
4. Áhersla á kílómetragjald og þungaflutninga
- Kílómetragjald þarf að taka mið af þjóðarhag. Kílómetragjald sendir skýr skilaboð um langtímastefnu og styður við orkuskipti í bílaflotanum.
- Sérstaklega þarf að skapa hvata til fjárfestinga sem draga úr losun frá þungaflutningum.
- Gjaldtaka af ökutækjum sem nota jarðefnaeldsneyti ætti að miðast við þyngd og vélarstærð og þar með losun gróðurhúsaloftegunda.
5. Minni ferðaþörf og betri almenningssamgöngur
- Mikilvægt er að fjölga vistvænum ökutækjum í umhverf, en stjórnvöld þurfa einnig að draga úr ferðaþörf.
- Almenningssamgöngur þurfa að vera raunhæfur valkostur fyrir almenning um allt land, bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Hér er hægt að lesa álit Loftslagsráð í heild sinni.