Almenningur vill auka eftirlit með akstri utan vega

Fólk er almennt sammála um að herða þurfi refsingar við akstri utan vega og auka eftirlit með honum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri meistaraprófsritgerð Kristínar Þóru Jökulsdóttur er nefnist Akstur utan vega á Íslandi: Viðhorf og ástæður.

Fólk er almennt sammála um að herða þurfi refsingar við akstri utan vega og auka eftirlit með honum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri meistaraprófsritgerð Kristínar Þóru Jökulsdóttur er nefnist Akstur utan vega á Íslandi: Viðhorf og ástæður.

Yfir 80% aðspurðra í könnun Kristínar voru þeirrar skoðunar að of vægt væri tekið á utanvegaakstri og rúmur helmingur var hlynntur því að landverðir (58,8%) og þjóðgarðsverðir (55,5%) ættu að hafa leyfi til þess að sekta fyrir akstur utan vega. Með því að gefa þessum hópum slíkt leyfi myndi skapast tækifæri til að auka verulega eftirlit með akstri á hálendinu og verndarsvæðum.

Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem reynt er að komast að ástæðum utanvegaaksturs og viðhorfum almennings til hansá kerfisbundinn hátt. Í ritgerðinni segist Kristín vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst til stefnumörkunar á þessu sviði.

Landvernd, Landgræðsla ríkisins og Ferðaklúbburinn 4x4styrktu rannsókn Kristínar.

Akstur utan vega á Íslandi: Viðhorf og ástæður á Skemman.is.

Meðfylgjandi mynd Ellerts Grétarssonar sýnir afleiðingar utanvegaaksturs við Grænavatn á Núpshlíðarhálsi.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd