Landvernd hefur hvatt Alþingismenn til að samþykkja eins fljótt og auðið er frumvarp 59/140 um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál sem kveður á um skyldu stjórnvalda til að eiga frumkvæði að upplýsingagjöf vegna mengunar.
Á skömmum tíma hafa komið upp tvö alvarleg dæmi um að stofnanir hafi ekki upplýst almenning um mengun í þeirra nánasta umhverfi. Annars vegar er um að ræða viðbrögð Umhverfisstofnunar við díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum og hins vegar viðbrögð Matvælastofnunar við dreifingu kadmíummengaðs áburðar. Mikilvægt er að á stjórnvöldum hvíli skylda til að veita almenningi upplýsingar um mengun og mengunarhættu sem getur hugsanlega haft áhrif á líf og heilsu fólks.
Auk þess hvetur Landvernd til þess að tillaga stjórnlagaráðs um upplýsingaskyldu um umhverfi verði færð í stjórnarskrá. Í 35 gr. tillagnanna segir meðal annars: ,,Stjórnvöldum ber að upplýsa um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.„
“