Alþjóðlegur dagur jökla – 21.mars 2025
Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 2025 jöklum á hverfanda hveli, og ákveðið að 21. mars ár hvert verði sérstakur alþjóðadagur jökla. Alþjóðaárið verður nýtt til að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti. Í tilefni alþjóðadagsins er Jöklarannsóknafélagið í samstarfi við fjölmargar stofnanir og félög að standa fyrir nokkrum viðburðum næstkomandi föstudag, 21. mars.
Jöklar, orka og vísindi
Að morgni 21.mars kl 10:00 er fundur í samstarfi Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélagsins og Jarðvísindastofnunar sem ber heitir Jöklar, orka og vísindi. Farið verður í gegnum sögu og samstarf þessa aðila við jöklarannsóknir gegnum áratugina og hvernig jöklagögn er m.a. hagnýtt við ákvarðanatöku. Magnús Tumi Guðmundsson mun fara í gegnum sögu samstarfs Jöklarannsóknafélagsins og Landsvirkjunar og Finnur Pálsson mun reifa sögu jöklarannsókna í samstarfi Jarðvísindastofnunar og Landsvirkjunar. Að lokum mun Andri Gunnarsson fjalla um af hverju jöklar eru Landsvirkjun mikilvægir og hvernig jöklagögn nýtast við auðlindamat vatnsauðlinda. Nánar má lesa um atburðinn og skrá sig hér.
Jöklar á hverfandi hveli
Eftir hádegið, kl. 14:00 verður viðburður í Veröld – húsi Vigdísar, þar sem flutt verða nokkur erindi um jökla og jöklabreytingar og tilkynnt verður um vinningshafa í samkeppni ungs fólks um jökla. Einnig mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpa fundinn. Nánar má lesa um atburðinn hér.
Í framhaldi af fundinum í Veröld verður opnuð sýningin “Kynslóðir jökla” þann sama dag kl. 15.30 í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu.
Öll velkomin.