Alviðra, athvarf í náttúrunni fyrir nemendur og kennara

Alviðra er náttúruverndar- og fræðslusetur Landverndar.

Vorið nálagast og Alviðra opna faðm sinn fyrir nemendur og kennara, og aðra hópa sem vilja njóta útiveru, frá 19. maí til 6. júní, og svo aftur síðasumars frá 25. ágúst til 30. september. Nú er rétti tíminn til að taka frá tíma.

Hvað er Alviðra?

Alviðra var bújörð og er nú fræðslusetur við Sogið rétt hjá Þrastarlundi um 10 km frá Selfossi. Aðstaða er góð í lítilli kennslustofu í bænum og auk svæðis í gamalli hlöðu og fjósi. Dagsdvöl í Alviðru býður upp á fjölbreytta náttúru til að njóta og skoða. Hlíðar Ingólfsfjalls eru góð uppspretta fræðslu um jarðfræði og Sogið um lífið í vatninu og heimkynni fuglana. Öndverðarnesið er umvafið náttúrulegum birkiskógi og þar liggur gönguleið að mótum lindárinnar Soginu og jökulárinnar Hvítá. Blómskrúð er mikið og gróður fjölbreyttur til að njóta og greina þegar sumarið gengur í garð. Uppstoppaðir fuglar, tæki og handbækur eru á staðnum til að styðja kennsluna. Viðfangsefni sem passa mismunandi aldursskeiðum og efla börn til skilnings á náttúrunni.

Hér má finna nánari upplýsingar um aðstöðu og þjónustu í Alviðru.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd