Staðan varðandi úrgangsmál og endurvinnslu hér á landi er algjörlega óviðunandi og að það er þörf fyrir rótækar breytingar til að færa málin í betra horf.
Eftirfarandi texti er brot úr bréfi sem við sendum til Umhverfis og auðlindaráðuneytisins. Hægt er að lesa bréfið í heild sinni með því að smella á hnappinn neðst í greininni.
10 aðgerðir til úrbóta
Landvernd telur að eftirfarandi aðgerðir séu forsenda þess að koma megi þessum málum í lag á næstu árum:
- Grípa þarf til aðgerða til að þróa hringrásarhagkerfið og breyta neyslu til að draga úr úrgangi.
- Kom þarf á urðunargjaldi sem gerir urðun óhagkvæma og styrkir stöðu endurvinnslu.
- Skilagjöld þurfa að vera mun víðtækri og hækka hið minnsta í samræmi við verðlagsþróun svo skil nái ásættanlegu hlutfalli.
- Úrvinnslusjóður verður að starfa á forsendum almennrar umhverfisverndar þróast í takt við kröfur nútímans, en ekki sem framlengdur armur hagsmunaaðila í atvinnulífinu.
- Setja þarf skilagjöld á veiðarfæri.
- Sveitarfélögin þurfa að beita mengunarbótareglunni við álagningu sorphirðugjalda.
- Efla þarf alla fræðslu um flokkun á lífrænum úrgangi. Nýta mætti sumarvinnu unga fólksins í sveitarfélögunum til að þjálfa góða sveit ungs fólks sem getur veitt bæði fyrirtækjum og heimilum ráð og leiðsögn.
- Skerpa þarf reglur um úrgang frá byggingaframkvæmdum um skil og skráningu.
- Sinna þarf eftirliti og mælingum á ástandi grunnvatns og loftgæða á núverandi urðunarstöðum.
- Til viðbótar við framangreint eru gamlir „ruslahaugar“ á Íslandi að öllum líkindum uppfullir af spilliefnum sem ekki var fargað á ábyrgan hátt og svæði þar sem olía hefur verið geymd og mengað jarðveg. Á þessum málum þarf að taka samtímis sem úrgangsmál dagsins verða tekin föstum tökum.
Landvernd hvetur til þess að hæfustu sérfræðingar geri sjálfbæra úttekt á þessum málaflokki og leggi fram tillögur um úrbætur, og skoði þar með tillögur Landverndar sem fram koma hér.
Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum
Nú hillir undir að starfshópi sem falið var að gera tillögur um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum skili niðurstöðu. Það er jákvætt að allir aðilar hafa lagt sig fram um að gera tillögur um að einfalda matsferlið og gera það skýrara. Að mati Landverndar hefur þó ekki verið tekið tillit til sjónarmið umhverfisverndarsamtaka við aðra þætti málsins. Það er í takt við tímanna og áform um að þróa sjálfbært samfélag á Íslandi á grundvelli markmiða Sameinuðu þjóðanna þar um, að styrkja stöðu umhverfisverndar við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Eins og málin blasa við nú er veruleg hætt á því að þær tillögur sem bornar verða á borð komi þvert á móti til að veikja stöðu umhverfisverndar. Það er algjörlega óásættanlegt.