Andrés Skúlason ræðir orkumál í viðtali hjá Samstöðinni. 

Umræður um orkustefnu stjórnvalda

 

Andrés Skúlason sérfræðingur hjá Landvernd ræðir orkumál í viðtali hjá Samstöðinni ásamt Höllu Hrund Logadóttur.

Var Jóhann Páll að opna fyrir gullæði erlendra fjárfesta í taumlausri vindmyllu-uppbyggingu?

Hlustið á viðtalið í heild sinni hér á vefsíðu Samstöðvarinnar.

 

Í viðtalinu nefnir hann að Vindmyllumálið í Garpsdal komi inn á furðulegum tíma þar sem stór málefni eins og Hvammsvirkjun í Þjórsá eru enn í vinnslu.

Andrés segir hættu vera á því að Landsvirkjun verði beitt þrýstingi til að virkja meira með vatnsafli til að fá mótvægisorku fyrir vindorkuna og þá er kominn ógurlegur vítahringur. “Við eigum að fara úr því að segja að allt er undir í að skilgreina takmörkuð svæði sem hægt er að byggja upp hagkvæm verkefni og vera með skýra framtíðarsýn”

Það væri hollt fyrir okkur að horfa á reynslu annarra þjóða eins og Halla Hrund nefnir í viðtalinu.  Hún segir okkur vanta alvöru pólitík sem hugsar hluti frá A til B. Okkur skortir úthaldið til að vera ekki bara með yfirlýsingar heldur taka slaginn um útfærslurnar.

Andrés veltir því fyrir sér af hverju við séum á þeim stað að tala um að það sé ríkjandi orkuskortur þegar við erum ekki komin með flutningsnet og fullnægjandi kerfi. Hann segir að ef þetta heldur áfram á þessari braut munum við standa frammi fyrir því að henda þessari auðlind frá okkur í hendurnar á erlendum aðilum sem munu sjúga fjármagnið úr landi.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í hlekknum hér að ofan.

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd