Andstaða við háspennulínu yfir Sprengisand eykst

43% eru andvíg háspennulínu yfir Sprengisand en 25% fylgjandi.
Nú eru 43,4% því andvíg að hápennulína verði reist yfir Sprengisand en í sambærilegri könnun sem gerð var í ágúst 2012 voru 36% þeirrar skoðunar. Sömuleiðis hefur stuðningur við Sprengisandslínu minnkað. Í könnuninni 2012 voru 28% fylgjandi framkvæmdinni en eru nú einungis 25,4%.
Gallup gerði könnunina fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands 5. – 12. mars.Í síðustu viku kynntu samtökin könnun sem sýndi að stuðningur almennings við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands hefur aukist umtalsvert miðað við sambærilega könnun árið 2011 og er nú yfir 60%. Af því má ráða að stuðningur við verndun hálendisins njóti vaxandi stuðnings í þjóðfélaginu.
Framkvæmd þessarar skoðanakönnunar er hluti af hálendisverkefni Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands. Verkefnið nýtur stuðnings Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar og fjár sem safnaðist á tónleikunum Gætum garðsins sem haldnir voru samtökunum tveimur til stuðnings í mars 2014.
Frekari upplýsingar um könnunina má sjá hér.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd