Ársskýrsla Landverndar 2011 – 2012

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Kerlingarfjöll eru einstök náttúruperla sem okkur ber að vernda, landvernd.is
Í ársskýrslu Landverndar 2011-2012 er stiklað á stóru um starf Landverndar á árinu.

Lesa ársskýrslu Landverndar 2011-2012

Á því starfsári sem nú er að ljúka hefur Landvernd lagt ríka áherslu á náið samstarf við önnur félög sem skipa íslensku náttúruverndarhreyfinguna. Þannig átti Landvernd frumkvæði að því að þrettán náttúruverndarfélög sameinuðust um umsögn um drög að tillögu að þingsályktun um verndun og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun). Maður með mikla reynslu á sviði náttúruverndar sagði að sú umsögn hefði markað mikilvæg tímamót hvað þetta varðar og að draumsýn hans um nána samstöðu og samvinnu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka hefði ræst. Þetta samstarf hélt svo áfram nú á vordögum þegar náttúruverndarhreyfingin efndi til Náttúruverndarþings 2012 sem var afar vel sótt og skilaði sér í mikilvægum ályktunum um Rammaáætlun og fleira.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top