Áskorun til forseta Íslands vegna hvalveiða

Við skorum á forseta Íslands að beita áhrifavaldi sínu og stöðva áform um útgáfu hvalveiðileyfa.
Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að beita áhrifavaldi sínu og stöðva áform forsætisráðherra um að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfstjórnar.

                                                                                  Reykjavík 30. Október 2024

Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir,

Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar.

Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins.

Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum.

Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga.

Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis.

Stattu vörð um hvalina og þjóðina.

Með fyrirfram þökk,

Hvalavinir

Landvernd

Náttúruverndarsamtök Íslands

Samtök grænkera á Íslandi

Samtök um dýravelferð á Íslandi

Ungir umhverfissinnar

 

 

 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd