Plast getur verið örþunnt og mjúkt eins og plastpoki eða grjóthart og eldþolið eins og legókubbar. Þessir ólíku eiginleikar plasts koma til vegna aukaefna sem eru sett í plastið. Það geta til dæmis verið eldvarnarefni eða mýkingarefni. sum þessara íblöndunarefna eru eitruð og hafa langvarandi áhrif á lífríkið.