Plast getur verið örþunnt og mjúkt eins og plastpoki eða grjóthart og eldþolið eins og legókubbar. Þessir ólíku eiginleikar plasts koma til vegna aukaefna sem eru sett í plastið. Það geta til dæmis verið eldvarnarefni eða mýkingarefni. sum þessara íblöndunarefna eru eitruð og hafa langvarandi áhrif á lífríkið.
Aukaefni í plasti geta komist inn í frumur
Aukaefni í plasti eins og þalöt og BPA geta komist inn í kerfi líkamans og valdið hormónatruflunum, jafnvel valdið ófrjósemi, krabbameini og geta haft skaðleg áhrif á fóstur.
Notaðu nefið
Oft má þekkja skaðleg auka efni í plasti með því að þefa af hlutnum. Ef mikil efnalykt er af plasthlutnum þá er líklegt að í honum séu skaðleg aukaefni.
Einnig er mælt með því að hita ekki matvæli í plasti, við ákveðið hitastig geta aukaefni runnið út úr plastinu og út í matvælin.
Skrúfum fyrir plastkranann og Hugum að hafinu
Myndbandið var gert fyrir
Matís og
NordMarPlastics sem er formennskuverkefni Íslands í
Norrænu ráðherranefndinni.