Bill McKibben heldur fyrirlestur á sunnudag

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd, Norræna húsið og námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði HÍ bjóða rithöfundinum og umhverfissinnanum Bill McKibben til landsins. Hann heldur opinn fyrirlestur 5. maí.

Landvernd, Norræna húsið og námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði bjóða rithöfundinum og umhverfissinnanum Bill McKibben til landsins 4.-5. maí n.k. Hann heldur opinn fyrirlestur í Háskólabíói Sal 1, sunnudaginn 5. maí kl. 12:30.

Bill McKibben er höfundur fjölda bóka um umhverfismál og einn stofnenda hinnar alþjóðlegu grasrótarhreyfingar 350.org, sem berst fyrir því að verja Jörðina fyrir hlýnun andrúmslofts. Samtökin hafa samhæft um 15 þúsund fjöldafundi í 189 löndum síðan 2009.

Bill McKibben er höfundur bókarinnar „The End of Nature“ sem var ein fyrsta bók fyrir almenning um loftslagsbreytingar. McKibben skrifar í fjölmörg tímarit, m.a. The New York Times, The Atlantic Monthly, Rolling Stone og Outside. Hann kemur fram út um allan heim og er afar vinsæll og áhrifamikill fyrirlesari. Time Magazine hefur útnefnt hann sem „The planet’s best green journalist“ og árið 2010 skrifaði Boston Globe að hann væri „probably the country’s [US] most important environmentalist“. Frekari upplýsingar um McKibben má finna hér.

McKibben mun flytja fyrirlestur undir heitinu: „From the Front Lines of the Climate Fight“ og mun segja sérstaklega frá starfi 350.org samtakanna og hvað megi læra af því. Hann mun segja frá Keystone XL baráttunni í Bandaríkjunum og öðru starfi samtakanna á lands- og heimsvísu. Nánar má lesa um fyrirlesturinn í viðhengi.

Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top