Björgum Reykjanesfólkvangi: Opinn fundur og pallborð með stjórnmálamönnum 30. maí kl. 20

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til opins fundar til bjargar náttúruperlum í Reykjanesfólkvangi og nágrenni. Framsöguerindi sérfræðinga og pallborðsumræður með stjórnmálamönnum

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til opins fundar til bjargar náttúruperlum í Reykjanesfólkvangi og nágrenni. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokkanna þar sem fundargestum gefst færi á að spyrja þingmenn spurninga. Fundurinn fer fram í Tjarnarbíói miðvikudagskvöldið 30. maí, kl. 20-22. Allir eru velkomnir.

Örlög Reykjanesfólkvangs hvíla nú á herðum 63 þingmanna. Samkvæmt tillögu iðnaðar- og umhverfisráðherra verður leyft að ráðast í sjö af fimmtán virkjunarhugmyndum á Suðvesturlandi, og aðrar fimm hugmyndir bíða á hliðarlínunni (biðflokkur). Verði tillaga ráðherranna samþykkt gæti Suðvesturland orðið nær samfellt orkuvinnslusvæði frá Reykjanesi að Nesjavöllum við Þingvallavatn, með fjölda orkuvera, vegum og slóðum, borholum, lögnum og háspennulínum.

Reykjanesfólkvangur er eitt vinsælasta útivistarsvæði í nágrenni stærsta þéttbýlis landsins og býður upp á einstaka möguleika fyrir náttúrutengda ferðamennsku og upplifun fólks af lítt snortinni náttúru. Samtök um náttúruvernd á Íslandi hafa mótmælt því harðlega hve margar virkjunarhugmyndir lenda í orkunýtingarflokki á Suðvesturlandi og hafa lagt sérstaka áherslu á verndun Reykjanesfólkvangs með stofnun eldfjallaþjóðgarðs.

DAGSKRÁ:
Reykjanesfólkvangur: Jarðminjar og orkuvinnsla
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur

Reykjanesskaginn – ruslatunna rammaáætlunar?
Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari, leiðsögumaður og stjórnarmaður í NSVE

Eldfjallagarður á Reykjanesskaga: Náttúruvernd sem auðlind
Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur

Pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka

Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top