Nú hefur Bláfáninn verið afhentur á Langasandi, Borgarfirði eystri, Ylströndinni og Bláa lóninu.
Á Sjómannadaginn var Bláfáninn afhentur á Borgarfirði eystri í þrettánda sinn. Langisandur á Akranesi hlaut sinn þriðja Bláfána þann 12. júní. Það var Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri sem tók við fánanum ásamt börnum frá leikskólunum Akraseli, Garðaseli, Teigaseli og Vallarseli.
Ylströndin hlaut sinn tíunda Bláfána í blíðskaparveðri í byrjun júlí og Bláa lónið dró upp sinn þrettánda fána nú á dögunum og hefur verið handhafi viðurkenningarinnar allt frá því hún var innleidd á Íslandi árið 2002.
Landvernd óskar handhöfum Bláfánans innilega til hamingju!