Bláfáninn afhentur í Stykkishólmi, Kópavogi og á Suðureyri

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á þremur stöðum af níu sem munu flagga fánanum núna í sumar. Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið.

Bláfáninn hefur nú verið afhentur með viðhöfn á þremur stöðum af níu sem munu flagga fánanum núna í sumar. Þeir staðir sem flagga Bláfánanum í ár eru smábátahafnirnar á Borgarfirði eystri, Patreksfirði, Bíldudal, Stykkishólmi, Suðureyri og Ýmishöfn í Kópavogi og baðstrendurnar Bláa lónið, Ylströndin í Nauthólsvík og Langisandur á Akranesi.

Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið. Meginmarkmið verkefnisins að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur og efla umhverfisvitund bæði notenda og samfélagsins í heild.

Bláfáninn er tákn um gæði í margvíslegum skilningi og hver sá sem fær að flagga honum getur verið stoltur af vinnu sinni að umhverfismálum. Það er sæmandi fiskveiðiþjóð og ferðamannalandi að gera kröfur um framúrskarandi umhverfisstjórnun í höfnum landsins og er Bláfáninn öflugt tæki til að stuðla að því.

Við hjá Landvernd óskum handhöfum Bláfánans innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum þá til halda áfram þessu góða starfi.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd
Scroll to Top