Bláfáninn

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku. landvernd.is
Bláfáninn fer frá Landvernd.
 Landvernd fór með umsjón Bláfánans á Íslandi frá árinu 2002 til 2018.
 

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum.

Verndun hafs og strandsvæða

Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við hún.

Ísland er umkringt hafi og er byggir íslenskt samfélag að miklu leiti hag sinn á auðlindum hafsins og ferðaþjónustu. Með góðri umhverfisstjórnun og eflingu umhverfisvitundar þegar kemur að málefnum hafs og stranda er hægt að tryggja heilbrigði umhverfisins til framtíðar og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Bætt hreinlæti, hreinlætisaðstaða og annar aðbúnaður skilar sér í minni mengun og meiri vatnsgæðum. Betri aðbúnaður og aukið öryggi á svæðunum að ógleymdri fræðslu um náttúru og viðkvæm svæði er líklegt til að fjölga gestum og auka jákvæða upplifun þeirra af svæðunum.

 
 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd