Boðað til aðalfundar Landverndar 5. apríl n.k.

Aðalfundur Landverndar verður haldinn 5. apríl n.k. milli 13 og 17:30 í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík.

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna þann 5. apríl n.k. í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13 og stefnt er að því að honum ljúki eigi síðar en 17:30.

Félagsmenn eru hvattir til að bjóða nýju fólki að ganga til liðs við samtökin og mæta á aðalfund.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd